Þeir ríku verða ríkari. Það á í það minnsta við um Noreg. Norska tímaritið Kapital hefur birt lista sinn yfir 400 ríkustu Norðmennina. Svo virðist sem síðast ár hafi verið norskum auðmönnum gjöfult þar sem þeir 400 ríkustu hafa efnast um ríflega 100 milljarða norskra króna eða eina billjón króna. Skipakóngurinn John Fredriksen er sem fyrr ríkastur Norðmanna en hann á 446 milljarða króna að mati tímaritsins.

Listinn eins og hann lítur út er að mestu skipaður þekktum auðmönnum en þó má sjá þar nokkra efnilega sem klifra upp listann.

Hástökkvari ársins er Axel Camillo Eitzen sem á 19 milljónir hluta í félagi sínu og er því vel settur. Hann er talin eiga 2,3 milljarð norskra króna eða 23 milljarða.

Það þarf að fara alla leið niður í 115. sæti til að finn annað nýtt nafn. Hann má finna í hluthafahópi Acta og heitir Fred Ingebrigtsen. Samkvæmt upplýsingum Kapitals á hann 7,8 milljarða króna.