Viðskiptaráðherrar frá ríkum og fátækum þjóðum heims hafa samþykkt að hittast á sameiginlegum fundi um páskana. Á fundinum á að ræða hugmyndir og möguleika til að bæta viðskiptakjör fátækari ríkjanna.

Peter Mandelson viðskiptaráðherra Evrópusambandsins sagði á World Economic ráðstefnunni  í Davos í Sviss að nauðsynlegt væri að gera samninga sem væru öllum til hagsbóta og koma þannig í veg fyrir að eðlilegum viðskiptum væri stefnt í hættu.

Meðal þess sem rætt verður á fundinum um páskana eru niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum innan ríkja Evrópusambandsins.