„Mikilvægt er að árétta að Íbúðalánsjóður nýtur fullrar ríkisábyrgðar. Það liggur ljóst fyrir að skilmálum skuldabréfa verður ekki breytt nema með samkomulagi við eigendur bréfanna.“ Þetta segir í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði og velferðarráðuneyti sem birt var í morgun, á sama tíma og markaðir opnuðu í Kauphöllinni. Í tilkynningunni segir ljóst að stjórnvöld þurfi að taka á vanda Íbúðalánasjóðs og að málefni hans séu til skoðunar en engar ákvarðanir hafi verið teknar í því efni.

Tilefni tilkynningarinnar er viðtal Bloomberg við Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem sagði í gær að það sé sameiginlegt verkefni allra hlutaðeigandi aðila að finna lausn á vanda Íbúðalánasjóðs.