Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, gefur lítið fyrir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að allar innstæður í íslenskum bönkum séu ríkistryggðar.

Á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga um aðskilnað viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi sagði hann að þar sem ábyrgðaryfirlýsing ríkisins á innstæðum hefði aldrei fengist skrifleg þá væri hann ekki viss um hversu mikils virði hún væri.

Rétt er að rifja upp að allt frá fyrstu dögum bankahrunsins, eða frá því í byrjun október 2008, hafa ráðherrar þeirra ríkisstjórna sem setið hafa ítrekað lýst því yfir að allar innstæður í íslensku bönkunum séu ríkistryggðar. Það hefur þó aldrei verið fest í lög og er í raun munnlegt loforð.