Það yrði „skelfilegt slys“ að standa uppi með ríkisbanka í samkeppni við einkabanka þegar uppgjöri á bankakerfinu er lokið.

Þetta er skoðun Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar, sem tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga á Foss hóteli í gær.

Á fundinum flutti Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, erindi um komandi einkavæðingu bankanna og sagði draumaniðurstöðuna vera þá að einn banki yrði í erlendri eigu, annar færi á markað og ríkið ætti þann þriðja.

Páll benti á að ekkert ríki í Evrópu hefði þá stefnu að eiga banka og að þau stjórnvöld sem sitja uppi með banka vinni að því að losa sig við þá.