Félag í eigu Heimis V. Haraldssonar, skilanefndarmanns í Glitni, fékk afskrifaðan tæpan hálfan milljarð frá Landsbankanum í upphafi þessa árs.

Um var að ræða lán vegna hlutafjárkaupa.

Eigið fé félagsins var í lok árs 2009 neikvætt um rúman hálfan milljarð en svo virðist sem því hafi verið forðað frá gjaldþroti með afskriftum Landsbankans, sem er í eigu ríkisins.

Um er að ræða félagið Safn ehf. sem er að fullu í eigu Heimis, Fjármagns ehf. og Nafns hf. en bæði félögin eru jafnframt í hans eigu.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .