Heildarvelta á skuldabréfamarkaðnum í dag nam 11,2 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá GAM Management. Velta með íbúðabréf var 4,85 milljörðum og ríkisbréf 6,35 milljarða króna. Skuldabréfavísitala Gamma, sem mælir ávöxtun skuldabréfa, hækkaði um tæp 0,2% í dag. Vísitala verðtryggðra bréfa hækkaði um 0,2% og vísitala óverðtryggðra bréfa hækkaði um 0,09%.

Íbúðabréf eru um 75% af heildarverðmæti skuldabréfa á markaðnum. Á einni viku hafa verðtryggð skuldabréf hækkað um 1,2%. Óverðtryggð ríkisbréf hafa hins vegar lækkað um tæp 0,3 prósent síðastliðna viku.