Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur hafnað því að láta Ríkisendurskoðanda fá  fjáraukalög til umsagnar. Ástæðuna má rekja til þess að Ríkisendurskoðun hefur sætt gagnrýni vegna skýrslu um kaup ríkisins á nýju bókhaldskerfi. Sú skýrsla hefur enn ekki litið dagsins ljós, 8 árum síðar.

Lúðvík Geirsson, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að ýmsa hluti þurfi að skýra betur, þess vegna liggi fyrir trúnaðarbrestur. Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi hafnar því að upp hafi komið trúnaðarbrestur og viðbrögð nefndarinnar veki furðu.