Ríkisendurskoðun segir í skýrslu um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2012 að um þriðjungur fjárlagaliða, þ.e. 142 liðir af 435, fóru fram úr fjárheimildum á árinu og námu frávikin á þeim samtals 13,1 milljörðum króna eða 2,3% af heildarfjárheimild. Hjá fjórðungi, þ.e. 110 fjárlagaliðum, var frávikið 4% eða meira yfir fjárheimild.

Ríkisendurskoðun er með nokkrar ábendingar, sem meðal annars fela í sér að auka þurfi aga í framkvæmd fjárlaga og stöðva ítrekaðan hallarekstur.

„17 fjárlagaliðir, sem voru með 4% eða meiri halla bæði í byrjun og lok árs, héldu áfram að bæta við hallann. Þrátt fyrir að veikleiki í starfsemi þessara aðila væri þekktur í byrjun árs var ekki gripið til ráðstafana sem dugðu til þess að vinna bug á áframhaldandi halla né að greiða niður þá skuld sem fyrir var," segir í skýrslunni.

Þetta á einkum við um eftirtalda fjárlagaliði:

  • 02-216 Landbúnaðarháskóli Íslands,
  • 02-217 Hólaskóli - Háskólinn á Hólum,
  • 02-352 Flensborgarskóli,
  • 06-413 Sýslumaðurinn í Borgarnesi,
  • 06- 433 Sýslumaðurinn á Selfossi,
  • 08-777 Heilbrigðisstofnun Austurlands,
  • 08-781 Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum, og Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Svo segir: „Sama á einnig við um nokkra aðila sem vegna smæðar geta síður mætt sveiflum í rekstri, t.d. rannsóknarnefndir flug- og umferðarslysa. Að mati Ríkisendurskoðunar hafa við- komandi ráðuneyti ekki tekið fjárhagsstjórn þessara aðila nægjanlega föstum tökum með það fyrir augum að koma í veg fyrir að ítrekað sé stofnað til útgjalda umfram fjárheimildir.“

Skýrslu Ríkisendurskoðunar má lesa hér .