Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Ríkiskaup hafa brugðist við ábendingum Ríkisendurskoðunar sem snúa að innkaupamálum frá árinu 2010 og lagað til í sínum ranni. Ríkisendurskoðun lagði m.a. til að mótaður yrði gátlisti sem stofnanir gætu notað við verðkannanir og fjölga tegundunum rammasamninga. Ríkisendurskoðun segir í dag miðlægum auglýsingavef hafi að vísu enn ekki verið komið á fót en vinna er hafin við að greina þær þarfir og kröfur sem setja þarf fram vegna uppsetningar slíks vefjar. Stefnt er að því að hann verði kominn til prófunar fyrir lok árs.

Fyrir liggur sérstakt rafrænt eyðublað sem stofnanir geta notað við verðkannanir og flokkum rammasamninga hefur fjölgað um 17 frá árinu 2009. Aðkomu Ríkisendurskoðunar að málinu er lokið.