Úr grjótnámu Suðurverks á Seljalandsheiði.
Úr grjótnámu Suðurverks á Seljalandsheiði.
© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)
Ríkisendurskoðun hefur ítrekað ábendingu sína til Vegagerðarinnar um að ákvarðanataka byggi á vandaðri greiningu ólíkra valkosta. Ríkisendurskoðun fer fram á að framkvæmdir í samgöngumálum séu ákveðnar að loknum samanburði ólíkra kosta þar sem beitt er félagshagfræðilegri greiningu en slík greining tekur til allra þátta sem taldir eru skipta máli, s.s. stofnkostnaðar, viðhalds- og rekstrarkostnaðar, afkastagetu vegar, styttingar ferðatíma, veðurfarsaðstæðna, slysatíðni og byggðasjónarmiða, og stuðli þannig að faglegri og málefnalegri ákvarðanatöku. Ríkisendurskoðun ítrekar skoðun sína í nýlegri úttekt sem var gerð til að fylgja eftir úttekt frá árinu 2008.