Ríkisendurskoðun gagnrýnir ráðstöfun Keilis ehf. á Reykjanesi á 685,7 milljóna króna framlagi úr ríkissjóði sem átti að renna til frumgreinakennslu.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þessir fjármunir hafi að hluta runnið í aðra starfsemi.

Þá segir í fréttatilkynningu frá Ríkisendurskoðun að óvíst sé hvort fjárhagslegur grundvöllur sé fyrir rekstri Keilis.