Fulltrúar Ríkisendurskoðunar, fjármálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og Austurhafnar - TR ehf. komu á fund fjárlaganefndar í dag til að fjalla um fjárskuldbindingar ríkisins í tengslum við byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Austurhöfn í Reykjavík.

Fram kemur í minnisblaði Ríkisendurskoðunar að fullnægjandi lagaheimildir búi að baki skuldbindingum þeim sem ríkið gekkst undir með samningnum (Project Agreement) við Portus ehf. á sínum tíma.

Jafnframt telur Ríkisendurskoðun að veðsetning sú sem til umfjöllunar hefur verið feli ekki í sér viðbótarskuldbindingar fyrir ríkissjóð samkvæmt fyrirliggjandi samningum varðandi TR.

Það er því mat Ríkisendurskoðunar, með vísan til þess sem fram kemur í minnisblaði stofnunarinnar, að framangreind veðsetning sé ekki í andstöðu við fjárreiðulögin.