Chuck Schumer, valdamikill öldungardeildarþingmaður New York-ríkis, segist íhuga lagasetningu til að auka gegnsæi ríkisfjárfestingasjóða og koma þannig í veg fyrir að sjóðirnir fjárfesti í öðrum tilgangi heldur en efnahagslegum.

David McCormick, aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjastjórnar, varar hins vegar Bandaríkjaþing við þeim hugsanlegu hefndaraðgerðum sem beitt yrði gegn bandarískum fyrirtækjum á erlendum mörkuðum, ef komið yrði á slíkum lögum, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum.

Nánar er fjallað um ríkisfjárfestingasjóðina í erlendum fréttum helgarblaðs Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .