Stærsta flugfélag heims þegar kemur að löngum flugferðum, Emirates, hefur gert samkomulag við lággjaldaflugfélagið FlyDubai um að farþegar geti haldið för sinni áfram með vélum hvors annars. Í samningnum felst samstarf um flugleiðir og samhæfða flugáætlanir á alþjóðaflugvellinum í Dubai, þar sem bæði flugfélögin eru staðsett.

Dubai hefur stefnt að því koma báðum ríkisflugfélögunum undir sömu stjórn nú í nokkra mánuði að því er Bloomberg greinir frá. Þessi aðgerð þýðir að staðbundnar ferðir FlyDubai muni hjálpa til við að fylla flugvélar Emirates, meðan farþegar lággjaldaflugfélagsins fá nú aðgang að 157 áfangastöðum Emirates.

Hagnaður Emirates hrundi um 70% á fjárlagaárinu sem lauk 31. mars síðastlðinn á sama tíma og lágt olíuverð hefur haldið aftur af efnahag Persaflóaríkjanna og hryðjuverkamenn hafa dregið úr eftirspurn eftir flugi. Einnig þurfti félagið að líða fyrir ferðatakmarkanir frá Bandaríkjastjórn.