*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 11. júní 2018 09:05

Ríkisforstjórar ósáttir

Önnur umræða um lög um niðurfellingu kjararáðs fer fram í dag en ennþá eru fjölmörg mál á borði kjararáðs.

Ritstjórn
Önnur umræða um lög um niðurfellingu kjararáðs fer fram á Alþingi í dag.
Haraldur Guðjónsson

Formaður félags forstöðumanna ríkisforstjóra, Gissur Pétursson, segir að kjararáð eigi að ljúka þeim málum sem þau hafa til skoðunar áður en ráðið verði lagt niður. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 

Önnur umræða um lög um niðurfellingu kjararáðs fer fram í dag en ennþá eru fjölmörg mál á borði kjararáðs. 

Gissur segir að síðasta launahækkun ríkisforstjóra hafi verið fyrir þremur árum síðan og að ríkisforstjórar séu afar ósáttir.

Að sögn Gissurar er ekki alveg víst hvaða verklag taki við verði ráðið lagt niður en ætlunin sé að málin verði ákvörðunarefni kjara- og mannauðssýslu ríkisins. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is