Øyvind Eriksen, forstjóri norska fjárfestingarfélagsins Aker Asa, er hæstlaunaðasti forstjóri Noregs. Hann er með 22,6 milljónir norskra króna í laun í fyrra. Það jafngildir rúmum 480 milljónum íslenskra króna og gera 40 milljónir íslenskra króna í mánaðarlaun. Þetta er 9% launahækkun á milli mánaða. Aker Asa er að mestu í eigu félags norska auðmannsins Kjell inge R ø kke.

Helge Lund, forstjóri norska ríkisolíufélagsins Statoil, kemur á hæla Eriksens með tæplega 16,9 milljónir norskar krónur í árslaun. Það gera 360 milljónir íslenskra, 30 milljónir á mánuði.

Í umfjöllun norska netmiðilsins E24 er vakin athygli á því að lífeyrishlunnindi forstjóra hjá fyrirtækjum í eigu ríkisins eru mun betri en í einkageiranum. Þessu samkvæmt námu lífeyrisgreiðslur Eriksens 264.340 norskum krónum en Lund rúmum 4,7 milljónum norskra króna. Svipaða sögu er að segja af öðrum forstjórum á lista miðilsins yfir hæstu launin í Noregi. Þar hafa ríkisforstjórarnir vinninginn þegar kemur að eign í lífeyrissjóði.