Af þeim 26 félögum sem ríkið á meira en helmingshlut í höfðu 11 þeirra ekki skilað ársreikningi um síðustu helgi þegar frestur til að skila inn ársreikningum til ársreikningaskrá ríkisskattstjóra rann út. Þetta kemur fram í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Viðskiptablaðsins. Þess ber að geta að ábyrgð á skilum á ársreikningi hvílir á stjórnendum viðkomandi fyrirtækja.

„Fram kemur að nokkur félög hafa enn ekki skilað ársreikningi og oftar en ekki er um trassaskap að ræða eða misskilning þar sem ársreikningur hefur verið sendur RSK vegna skattframtals. Hins vegar er þetta hvort sitt verkefnið og það flæðir ekkert þar á milli,“ segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi í skriflegu svari til Viðskiptablaðsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .