Í gær kynnti kærunefnd útboðsmála úrskurð sinn vegna kæru Flugfélags Íslands á útboði Ríkiskaupa á áætlunarflugi á Íslandi. Kærunefndin fellst á málflutning Flugfélags Íslands og telur að útboðið hafi verið mjög villandi og ábótavant og því beri að ógilda útboðið. Einnig fellst kærunefndin á það að eðlilegt sé að úrskurða skaðabætur til handa Flugfélagi Íslands og ákvarðar hún þær kr. 300.000.-.

Úrskurðarorð kærunefndar eru m.a. eftirfarandi: ?Útboð Ríkiskaupa f.h. kærða, Vegagerðarinnar nr. 13783, auðkennt ?Áætlunarflug á Íslandi?, er fellt úr gildi og lagt fyrir kærða að bjóða þjónustuna út að nýju. Það er álit kærunefndar útboðsmála að kærði sé skaðabótaskyldur gagnvart kæranda. Kærði greiði kæranda kr. 300.000,- í kostnað við að hafa kæruna uppi. ?

Í yfirlýsingu Flugfélag Íslands kemur fram að þeir fagna þessari niðurstöðu og er hún í samræmi við það sem félagið hefur áður haldið fram.