Ríkisstjórnin ákvað í vor að bregðast við erfiðleikum á svokölluðum skiptamarkaði með gjaldeyri með umsvifamiklum útgáfum á stuttum óverðtryggðum ríkisbréfum og innstæðubréfum.

Markmið aðgerðanna var að koma á stöðugleika á markaði með krónur; aukið framboð ríkispappíra þýðir hærri vextir, sem laðar að erlenda fjárfesta til að taka stöðu í krónunni. Í síðustu viku gaf þýski þróunarbankinn KfW út krónubréf upp á 3 milljarða króna, en útgáfan var sérstök fyrir þær sakir að í stað skiptasamninga við íslenska banka var útgáfan varin með ríkispappírum.

Það má því leiða líkur að því að aðgerðirnar hafi náð tilskyldum árangri, allavega hafa þær stutt við innflæði fjármagns.

Efasemdir hafa þó verið upp um ágæti þessara aðgerða og einn þeirra sem sett hafa spurningarmerki við þær er Ársæll Valfells, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .