Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embættið geti ekki sinnt þeim lögbundnu verkefnum sem því eru falin miðað við fjárframlög og óttast að fjárskortur geti vegið að sjálfstæði þess.

Sigríður segir í samtali við Morgunblaðið, sem fjallar um málið á forsíðu blaðsins í dag, að embættið hafi verið rekið fyrir um 150 milljónir króna undanfarin ár. Það sé ekki nóg

Hún furðar sig á skilningsleysi yfirvalda og telur ekki loku fyrir það skotið að ákærendur muni forgangsraða málum sínum eftir því hvað þeir telja stjórnvöldum þóknanlegt. Sigríður þetta enn ekki hafa komið fram. Gerist það væri hins vegar hægt að draga sjálfstæði ákæruvaldsins alvarlega í efa. Sigríður segir að verði stjórnarskrárákvæði um sjálfstæði ákæruvalds að veruleika, sambærileg við þau sem tryggja sjálfstæði dómstóla, yrðu þau óvirk í reynd ef fjárframlög til ákæruvaldsins yrðu ekki tryggð samhliða því.

Blaðið hefur hins vegar eftir Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra að embætti ríkissaksóknara hafi þurft að líða eins og aðrir.