„Ríkið stóð frammi fyrir því að þurfa að leggja nokkuð af mörkum til samningagerðarinnar en var á hinn bóginn bundið af samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um skjóta aðlögun ríkisbúskaparins að breyttum aðstæðum. Miklar væntingar voru bundnar við loforð og ákvarðanir ríkisins við undirbúning og gerð kjarasamninga. Sumu var hrundið í framkvæmd á árinu 2011, annað kom fram í fjárlögum ársins 2012 og enn önnur málefni eru bitbein stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins".

Þetta kemur fram í ársskýrslu ríkissáttasemjara sem birt var á dögunum. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari bendir þar á mikilvægi þess að betur sé staðið að samningagerð þegar þrír aðilar komi að borðinu. Þá er átt við launþega, vinnuveitendur og ríkisvaldið. Á slíka samningagerð reyndi sérstaklega á árinu 2011 og var aðkoma stjórnvalda óhjákvæmileg í ljósi aðstæðna í íslensku efnahagslífi.

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er gert ítarlega grein fyrir vinnu ríkissáttasemjara á síðasta ári og fjallað um ýmis atriði sem hann telur mikilvægt að bæta. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.