Ríkissjóður á rúmlega 160 milljarða króna varasjóð í formi innstæðna í Seðlabanka Íslands. Staðan miðast við lok júnímánaðar. Þetta lausafé hefur aukist frá ársbyrjun um tæpa 20 milljarða. Þá var það um 143 milljarðar króna.

Um 25 milljörðum af fjármununum verður varið á þessu ári til þess að mæta 100 milljarða lánsfjárþörf ríkisins. Afgangurinn, um 75 milljarðar, er sóttur með skuldabréfaútboðum, ýmist almennum eða í tengslum við gjaldeyrisútboð Seðlabankans.

Samkvæmt yfirlýstu markmiði stjórnvalda, eins og það birtist í skýrslu fjármálaráðuneytisins frá því í mars sl. um stefnu í lánamálum á árunum 2012 til 2015, skal handbært fé vera að lágmarki 80 milljarðar króna fram til ársins 2015.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.