Ríkisbréfaflokkur RIKH 18 1009 hefur verið stækkaður um kr. 19.198.000.000 að nafnverði. Þetta kemur fram í frétt á vef Lánamála ríkisins. Þar segir að í samræmi við niðurstöðu úrskurðarnefndar um endurgjald til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði hafi Lánamál ríkisins fyrir hönd ríkissjóðs afhent Landsbankanum hf. kr. 19.198.000.000 að nafnverði í ríkisbréfaflokki RIKH 18 1009.

Þetta er gert í samræmi við samning bankans við íslenska ríkið um að greiðsla vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef sparisjóði skuli vera í formi ríkisskuldabréfs sem er á gjalddaga 9. Október 2018. Stærð flokksins eftir stækkun er kr. 212.911.315.408 að nafnverði.