Gríska ríkið mun aðeins innheimta um 20% af 53 milljarða útistandandi kröfum vegna ógreiddra skatta til ríkisins. Stjórnvöld ættu því að afskrifa hluta upphæðarinnar, að mati skýrsluhöfunda sem unnu skýrslu Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ástandið í landinu. Bloomberg fjallar um málið í dag.

Talin er þörf á harðari innheimtuaðgerðum gagnvart 1.500 stærstu skuldurunum sem samtals skýra meira en tvo þriðju af heildarupphæðinni. Fjármálaráðuneyti gríska ríkisins telur að frekari mannafla þurfi til skattheimtu og að setja þurfi skýr markmið fyrir árið 2013.