Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í gær að Ríkissjóði Íslands væri heimilt að fara með 100% virkan eignarhlut í Íslandsbanka hf.

Ríkissjóður mun eignast 95% eignarhlut í bankanum í gegnum fyrirhugað eignarhald á ISB Holding ehf., en ríkissjóður átti fyrir 5% hlut í bankanum. Bankasýsla ríkisins mun fara með eignarhlutinn fyrir hönd ríkissjóðs.

Fjármálaeftirlitið hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að ríkissjóður sé hæfur til að fara með yfir 50% virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í Borgun hf., Íslandssjóðum hf. og Summu Rekstrarfélagi hf. í gegnum eignarhald á ISB Holding og Íslandsbanka.