Ríkissjóður mun greiða beint niður lán þeirra sem sem fá skuldaniðurfellingu á höfuðstól verðtryggðra lána.

Ríkissjóður mun hins vegar ekki sérstaklega ábyrgjast greiðslurnar heldur mun lántaki áfram leggja fram veð þar til að niðurfelling verður að fullu framkvæmd.

Lán þeirra sem fá niðurfellingu verða greidd niður á fjórum árum, á árunum 2014-2017. Greiðslur ríkissjóðs verða 20 milljarðar á ári og því samtals 80 milljarðar.