Ríkissjóður Austurríkis hefur aukið skuldabréfaútboð sitt í íslenskum krónum um átta milljarða og nemur heildarstærð útboðsins nú 20 milljórðum króna, segir í tilkynningu frá TD Securities, sem leiðir útboðið.

Í gær gaf Lánsjóður norskra sveitarfélaga, Kommunalbanken AS, út bréf að virði þrír milljarðar króna og telja sérfræðingar að útgáfan stuðli enn frekar að hækkun gengis krónunnar. Greiningardeild Íslandsbanka telur að hámarkinu sé ekki náð enn og að hugsanleg stýrivaxtahækkun Seðalbankans í desember leiði til enn frekari skuldabréfaútgáfu erlendra aðila.

Bréf Austurríkis falla á gjalddaga þann 15. september á næsta ári en bréf Kommunalbanken eru til fimm ára og er það lengsti skuldabréfaflokkur erlendra aðila í íslenskum krónum.