Heildargjöld ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins námu 197,2 milljörðum króna, sem er rúmum 13 milljörðum króna undir áætlun, en fjárlög gerðu ráð fyrir að heildarútgjöld yrðu rúmir 210 milljarðar króna.

Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins.

Heildargjöldum ríkissjóðs er skipt í fjóra flokka eftir eðli þeirra, þ.e.a.s. í rekstrargjöld, rekstrartilfærslur, vaxtagjöld og viðhald og stofnkostnað.

Undir rekstrargjöld fellur allur venjulegur rekstur stofnana á vegum ríkisins og er sá liður tæpum tveimur milljörðum króna undir áætlun fjárlaga.

Rekstrartilfærslur eru ýmiss konar styrkir og bótagreiðslur sem greiddar eru úr ríkissjóði og er þessi liður um 4,8 milljörðum króna innan áætlunar eftir fyrri helming ársins og munar þar mestu, að sögn ráðuneytisins, að greiðslur til atvinnuleysistrygginga hafa verið lægri en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga.

Vaxtagöld ríkissjóðs eru nánast á áætlun, en liðurinn viðhalds- og stofnkostnaður er rúmum 6 milljörðum króna innan áætlunar tímabilsins.

Undir þennan lið falla framkvæmdir í samgöngumálum, sem farið hafa ívið hægar af stað