Fimm fyrirtækjum hefur verið lokað og um 70 hefur verið tilkynnt um lokun í kjölfar athugasemda Ríkisskattstjóra vegna tekjuskráningar og launagreiðslna. Fjallað er um málið í M orgunblaðinu í dag.

Ríkisskattstjóri hefur heimsótt hátt í 1400 fyrirtæki í sumar. Embættið hefur þurft að gera athugasemdir við tekjuskráningu hjá um helmingi þeirra fyrirtækja.

Langstærstur hluti þessara fyrirtækja er í ferðatengdri starfsemi. Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hugsanlega verði tveimur til þremur fyrirtækjum lokað á næstu dögum.

Hann segir jafnframt að í haust verði ráðist í að skoða skattskil þeirra sem hafa verið að selja heimagistingu í gegnum vefsíður.