Embætti ríkisskattstjóra hefur krafið fjölmiðlasamsteypuna 365 um að greiða 229 milljónir króna vegna endurálagningar skatta í tengslum við öfugan samruna árið 2008.

Ari Edwald, forstjóri 365, segir í samtali við Morgunblaðið að gert sé ráð fyrir því að kæra úrskurð ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. „Við erum ósammála þessari niðurstöðu og teljum okkur eiga góða möguleika á að fá þetta leiðrétt,“ segir hann.

Hann segir að aðstæður hjá 365 séu allt aðrar en þær sem fjallað var um í Toyota-dómi Hæstaréttar í febrúar 2013. Þar var staðfest að vaxtakostnaður vegna öfugs samruna var ekki frádráttarbær frá skatti.