Fjárfesting í íslenskum ríkisskuldabréfum hefur gefið af sér 40% ávöxtun frá hruni. Þetta gleymist oft í umræðunni um fjárfestingar hvað hafi gerst eftir innleiðingu gjaldeyrishafta, að sögn Vignis Þórs Sverrissonar, fjárfestingarstjóra VÍB.

Fundur VÍB um skráningu Haga á markað stendur nú yfir.

Vignir segir gott að fá fyrirtæki á borð við Haga inn á hlutabréfamarkað. Þetta sé fyrsta fyrirtækið sem skráð er á markað frá hruni. Hann benti á að önnur fyrirtæki sem skráð eru á markað hér, svo sem Marel, Össur og Icelandic Group, séu í alþjóðlegum rekstri. Hagar eigi það ólíkt með þeim að starfsemi fyrirtækisins einskorðist við Ísland.