Þegar ríkisstarfsmenn almennt eru skoðaðir liggja ekki fyrir tölur lengra aftur en til ársins 2000. Í apríl það ár voru stöðugildi hjá ríkinu 14.000 talsins, en starfsmenn voru að öllum líkindum fleiri.

Stöðugildum fjölgar svo jafnt og þétt allt til ársins 2008, en í október það ár voru stöðugildi hjá ríkinu um 18.400 talsins. Aukningin á tímabilinu nam því um 31,4%.

Eins og með starfsmenn í opinberri stjórnsýslu hefur stöðugildum hjá ríkinu fækkað frá árinu 2008 og voru þau í október 2010 um 17.200 talsins.

Nánar er fjallað um fjölgun opinberra starfsmanna í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.