Arnold Schwarzenegger, vöðvafjall, leikari og fyrrv. ríkisstjóri Kaliforníu, segir ríkisstjórastólinn hafa kostað sig um 200 milljónir Bandaríkjadala.

Þetta sagði Schwarzenegger í samtali við austurríska tímaritið Krone en hann er sem kunnugt er fæddur og uppalinn í Austurríki.

Þannig segir Schwarzenegger að tekjumissirinn af þvi að leika ekki í kvikmyndum í þau 8 ár sem hann hefur starfað sem ríkisstjóri.

„Ég sé hins vegar ekki eftir því, þetta var vel þess virði,“ segir Schwarzenegger í samtali við Krone en bætti við að fjölskylda hans hafi goldið mun meira fyrir ríkisstjórastólinn. Þannig hafi fjölskyldan oft grátið undan miklu vinnuálagi Schwarzenegger.

Schwarzenegger er búsettur Í Los Angeles en höfuðborg Kaliforníu, Sacramento, er nokkuð norðar í fylkinu. Þangað flaug Schwarzenegger iðulega á mánudagsmorgnum og aftur heim til sín á föstudagskvöldum. Hann segir þó að hann hafi flogið mun oftar heim á seinna kjörtímabili sínu.