John Kasich, ríkisstjóri Ohio, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forvali Repúblíkana fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Er hann sagður vera óvenjuseinn af stað í framboð.

Kasich, sem er fyrrum þingmaður, er líklega síðasti fulltrúinn sem bætist í forval Repúblíkana. Eru þeir nú alls 16 talsins og má m.a. nefna Jeb Bush, Rand Paul, Ted Cruz, Rick Santorum, Chris Christie og Donald Trump.

Fyrstu kappræður flokksins hefjast þann 6. ágúst og má búast við stífri baráttu næstu vikurnar og mánuðina.

Ohio er 7. fjölmennasta fylki Bandaríkjanna með rúmar 11 milljónir íbúa.