*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Erlent 2. júní 2014 10:47

Bandaríkin hyggjast minnka kolefnislosun um 30%

Obama Bandaríkjaforseti hyggst breyta arfleið sinni í umhverfismálum með því að minnka kolefnislosun.

Ritstjórn

Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna tilkynnti á mánudaginn að til stæði að minnka kolefnislosun um 30 prósent þess sem það mældist árið 2005 hjá bandarískum orkuverum fyrir árið 2030. 

Nýja áætlunin tekur mið af helsta mengunarvalda Bandaríkjanna hinum 600 kolaorkuverum.

Nýja áætlunin mun fela í sér algjöra endurhönnun á bandaríska orkuiðnaðinum, en mun bjóða fylkjum mismunandi leiðir til að minnka losunina, sem fela ekki einungis í sér snöggri lokun á kolaorkuverum sem er stærsti valdur gróðurhúsaáhrifa í Bandaríkjunum og hefur leitt til aukningu á hlýnun jarðar.

Áætlunin er talin vera síðasta tækifæri Obama Bandaríkjaforseta til að breyta arfleið sinni í umhverfismálum.