Eitt ár er liðið í dag síðan ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við af vinstristjórn VG og Samfylkingar.

Í tilefni dagsins fundar ríkisstjórnin í Ráðherrabústaðnum í dag en ekki í Stjórnarráðinu eins og venja er.

Fyrir ári komu ráðherrar stjórnarflokka fyrri ríkisstjórnar á Bessastaði og veitti forseti Íslands þeim launs frá störfum. Að því loknu komu ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar til Bessastaða. Síðdegis fyrir ári fengu svo þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson lyklana að ráðuneytum sínum afhenta. Aðrir ráðherrar þurftu að bíða í sólarhring.

Sigmundur Davíð er yngsti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins en meðalaldur ráðherra ríkisstjórnarinnar sem tók við fyrir ári var 45,9 ár. Meðalaldurinn var öllu hærri í ríkisstjórn Samfylkingar og VG eða 55,3 ár.