Egypski forsætisráðherrann Ibrahim Mehleb hefur ásamt ríkisstjórn sinni sagt af sér vegna mikillar gagnrýni og ásakana um spillingu sem leiddu til handtöku landbúnaðarráðherrans í síðustu viku.

Skrifstofa forsetans Abdel-Fattah el-Sissi greindi frá því í gær að hún hefði samþykkt afsögn ríkisstjórnarinnar en að ráðherrarnir myndu halda áfram störfum þar til staðgenglar hafa verið ráðnir.

Landbúnaðarráðherrann Salah el-Din Helal var handtekinn á mánudag eftir að hafa sagt starfi sínu lausu í kjölfar rannsóknar þess efnis að hann og aðrir hafi þegið yfir eina milljón dollara í mútur.

Egypsk stjórnvöld hafa lengi verið sökuð um spillingu, en forsetinn El-Sissi hefur reglulega sagt að hann berjist gegn slíku athæfi.

Forsætisráðherrann Mehleb gekk út af blaðamannafundi í Túnis fyrr í vikunni eftir að hafa verið spurður út í ásakanir um spillingu.