„Óánægja meðal almennings vegna tengsla barnaníðings við forsætisráðherrann Bjarna Benediktsson orsakaði hrun samsteypustjórnarinnar á Íslandi.“ Svona hefst frétt BBC um atburði síðustu klukkutíma í íslenskum stjórnmálum, þar sem Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu.

Þar segir að Björt framtíð hafi ákveðið að draga sig út úr stjórnarsamstarfinu níu mánuðum eftir að stjórnin tók við völdum.

Frétt á vef Financial Times hefst á þann veg að ríkisstjórnin hafi fallið vegna „enn annars hneykslismáls“ á eynni, og á þar við fall ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í kjölfar frétta af Panamaskjölunum.