Forsetar ASÍ og framkvæmdastjóri gengu í morgun á fund oddvita ríkisstjórnarinnar.

Efni fundarins var umræða um efnahagsástandið en á vef ASÍ kemur fram að samtökin hafa á undanförnum vikum kallað eftir samráði ríkisstjórnar við aðila vinnumarkaðarins.

„Á fundinum var farið yfir efnahagsástandið og alvarleika þess. Jafnframt var upplýst að ríkisstjórnin hyggst boða til fundar í sérstakri samráðsnefnd strax í næstu viku. Á fundinum kom einnig fram vilji til að setjast sameiginlega yfir viðfangsefnið og hugsanlegar leiðir til úrbóta,“ segir á vef ASÍ.