Allar innstæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verða tryggðar að fullu. Þetta kemur fram í yfirýsingu frá ríkisstjórninni.

„Með innstæðum er átt við allar innstæður almennra sparifjáreigenda og fyrirtækja sem trygging innstæðudeildar Tryggingasjóðs innstæðueigenda tekur til," segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Öllum bönkunum hefur verið send sama tilkynning, og fyrirhugað er að hún verði hengd upp fyrir allra augum, meðal annars hjá gjaldkerum í útibúum bankanna.