Þingflokkur sjálfstæðismanna með Unni Brá Konráðsdóttur í broddi fylkingar vill að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir aðgerðum til að auðvelda fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi.

Í greinargerð tillögunnar segir að brýn þörf sé fyrir atvinnuuppbyggingu og gjaldeyrisskapandi iðnað á Íslandi.

Erlendir fjárfestar hafi sýnt mikinn áhuga á því að koma að ýmsum verkefnum sem tengjast flest orkufrekum iðnaði en þeir „reka sig hins vegar á ýmsa tálma í íslenskri stjórnsýslu sem hindra það að verkefnin komist af hugmyndastigi á framkvæmdastig," segir í greinargerðinni.

Þingflokkurinn vill í fyrsta lagi að ríkisstjórnin beiti sér fyrir setningu rammalöggjafar um fjárfestingar erlendra aðila. Í öðru lagi fyrir gerð áætlunar um orkuafhendingu til a.m.k. fimm ára. Og í þriðja lagi fyrir endurskoðun lagaákvæða um ferli mats á umhverfisáhrifum.

Tillöguna í heild má finna hér.