Nú stendur yfir fundur ríkisstjórnarinnar með aðilum vinnumarkaðarins í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar á fundinum eru Geir Haarde forsætisráðherra, Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra.

Fundinn sitja jafnframt forseti og framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, þeir Grétar Þorsteinsson og Gylfi Arnbjörnsson, auk Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Fyrr í dag sat ríkisstjórnin fund með aðilum af fjármálamarkaði, en meðal þeirra sem sátu þann fund voru Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður bankans.