Ríkisstjórnin hefur setið á fundi í stjórnarráðinu síðan klukkan 8:30 í morgun. Málefni Íbúðalánasjóðs eru á þar á borðum en starfshópur um málefni sjóðsins hefur metið stöðu og horfur hans. Búist er við að ríkisstjórnin bregðist við tillögum starfshópsins.

Eftir að Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að til stæði að breyta skilmálum íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs voru viðskipti með þau stöðvuð um tíma og lá viðskiptavakt með þau niðri. Sjóðurinn tilkynnti hins vegar að slík vinna stæði ekki yfir. Viðskiptavaktin með bréfin verður með eðlilegum hætti í dag, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.