Ríkisstjórnin hafnaði ítrekuðu tilboði stjórnarandstöðunnar í haust um myndun þjóðstjórnar. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, í umræðum sem nú fara fram á Alþingi um vantraust á ríkisstjórnina.

Hann sagði að kosningar væru óumflýjanlegar til að endurheimta traust. Þjóðin ætti betra skilið. Hún ætti skilið starfhæfa ríkisstjórn, starfhæfan seðlabanka og starfhæft Fjármálaeftlirlit.

Gert er ráð fyrir því að greiða atkvæði um tillöguna um vantraust á ríkisstjórnina síðar í dag. Ólíklegt er að hún verði samþykkt.