Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að viðurkenna sjálfstæði Kósóvó, en  ekki liggur fyrir hvenær það verður gert. Kósóva lýsti yfir sjálfstæði 17. febrúar sl.

Telja íslensk stjórnvöld ástæðu til að bíða með viðurkenningu sjálfstæðis í þágu öryggis og stöðuleika á svæðinu, einkum í ljósi þeirra átaka og ofbeldisverka sem þar hafa tíðkast.

Stjórnvöld leggja þó áherslu á að vegna hinna sérstöku aðstæðna í Kósóvó mun viðurkenning á sjálfstæði þess ekki hafa fordæmisgildi.