Rík­is­stjórn Frakk­lands hef­ur lýst yfir hættu­ástandi í Par­ís­ar­ í kjölfar mann­skæðrar hryðju­verka­árásar á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í morgun.

Ellefu létu lífið hettuklæddir menn réðust inn á skrifstofur tímaritsins í morgun vopnaðir m.a. AK-47 riflum. Meðal látnu eru tveir lögreglumenn. Lögreglan leitar nú árásarmannanna.

Francois Hollande fór á vettvang og boðaði í kjölfarið til neyðarfundar í ríkisstjórninni. Að honum loknum var lýst yfir hættuástandi í Parísarborg.