Úkraínska ríkisstjórnin hefur játað að hafa skrifað undir gassamning upp á 1,1 milljarð dollara við aðila sem þóttist vera fulltrúi spænska fyrirtækisins, Gas Natural Fenosa. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Vladislav Kaskiv skrifaði undir samninginn fyrir hönd Úkraínu en forsætisráðherra og orkumálaráðherra voru einnig viðstaddir.

Aðilinn sem skrifaði undir samninginn, Bonvehi, skipulagði fundinn fyrir hönd Gas Natural en þegar fulltrúi fyrirtækisins mætti ekki tók hann sér það bessaleyfii að skrifa sjálfur undir samninginn. Hann hafði hinsvegar ekki heimild til þess að skrifa undir samning fyrir hönd fyrirtækisins.