Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að frumvarp til laga um heimild til samninga um álver í Helguvík, sem mun heimila að gengið verði til samninga við Century Aluminum Company og Norðurál Helguvík ehf vegna byggingar og reksturs álvers í Helguvík.

Einnig frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum sem frestar framkvæmd ákvæða raforkulaga um aðgreiningu samkeppnis- og sérleyfisþátta til 1. janúar 2010 og frumvarp til laga sem varðar niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.