Auðunn Atlason, deildarstjóri skrifstofu upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu, lét senda út tilkynningu í dag um að ráðherrar ríkistjórnarinnar ræddu einnig við erlenda ráðamenn. Ekki er óeðlilegt að ætla að þetta séu viðbrögð við skyndilegum fjölmiðlaframa forseta Íslands sem talsvert hefur verið fjallað um í dag.

Í tilkynningunni segir að frá því síðdegis á þriðjudag hafa hafa íslenskir ráðherrar rætt við 15 erlenda starfsbræður og -systur og veitt vel á þriðja tug viðtala við erlenda fjölmiðla og fréttaveitur. - Og svo fylgir með starfsdagur ráðherranna í dag. Ekki rekur blaðamenn Viðskiptablaðsins minni til að svona listi hafi verið sendur út áður.

Hér er listinn:

Fjármálaráðherra flaug í dag til Oslóar til viðræðna við fjármála- og utanríkisráðherra Noregs, og mun í framhaldinu funda með fjármálaráðherra Danmerkur í Kaupmannahöfn.

Á morgun mun fjármálaráðherra einnig ræða við norska og danska fjölmiðla.

Utanríkisráðherra ræddi í dag við David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands.

Utanríkisráðherra ræddi í dag við Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháen.

Utanríkisráðherra ræddi í dag við Olli Rehn, framkvæmdastjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB og tilnefndan framkvæmdastjóra gjaldmiðilsmála í framkvæmdastjórninni.

Utanríkisráðherra ræddi í dag við Reuters fréttastofuna, AP fréttastofuna ...

Efnahags- og viðskiptaráðherra ræddi við eftirtalda fjölmiðla: NRK, TV2, Independent, Berlingske Tidende og Dagens Nyheter,

Efnahags- og viðskiptaráðherra tók þátt í símafundi íslensk-ameríska viðskiptaráðsins í New York þar sem nokkrir fjölmiðlar tóku þátt og fulltrúar erlendra fyrirtækja.